10.09.2020
Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Unnið er heildstætt með áhrifaþætti heilbrigðis og er meginmarkmið starfsins að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa í Rangárþingi eystra.
08.09.2020
Afgirt og huggulegt svæði með háum öspum í kring, hver flöt er afstúkuð með trjám og flatirnar eru sléttar og vel þjappaðar. Stutt er í alla þjónustu þar sem miðbær Hvolsvallar er einungis í 150 mtr. fjarlægð og á Hvolsvelli má t.d. finna Heilsustíg með 15 skemmtilegum stöðvum og Frisbígolf völl.
03.09.2020
Skömmtunarlína gerð í eldhúsinu í Hvolsskóla til bóta fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Minni matarsóun og nú á COVID tímum er betra að færri sjái um að deila út mat. Hefur gengið mjög vel.
01.09.2020
Listamaðurinn Tryggvi Pétursson hefur haldið til á Hvolsvelli í sumar og stundað listsköpun sína í einum af bröggunum í miðbænum. Tryggvi gaf sveitarfélaginu tvö listaverk eftir sig þegar hann kvaddi sveitarfélagið í lok sumars.
31.08.2020
Minningar Guðjóns Friðrikssonar um sumarheimsóknir í Múlakot fyrir hjartnær 60 árum eru skemmtileg lýsing frá sjónarhorni barnsins í þessum ævintýraheim sem Múlakot er.
28.08.2020
Ríkisstjórn Íslands samþykkti í dag að veita Rangárþingi eystra 25 milljónir af ráðstöfunarfé sínu til að koma Njálureflinum á Hvolsvelli í varanlegt sýningarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við að hanna og koma sýningunni upp sé um 50 milljónir.
21.08.2020
Vissuð þið að hér í Rangárþingi eystra eru 6 kvenfélög, Frisbígolfvöllur og Heilsustígur
20.08.2020
Fram til þessa hefur ljósakvöld verið fastur haustatburður og við höfum ekki látið smávegis vætu á okkur fá. Í fyrra flúðum við inn í matsalinn vegna rigningar en staðan í heilbrigðismálum er slík að við viljum ekki taka neina áhættu. Við sjáum ekki fram á að geta haldið 2 m fjarlægð milli samkomugesta og aflýsum því Ljósakvöldi árið 2020
18.08.2020
Gleðistundum sem fyrirhugaðar voru að Kvoslæk 22. og 29. ágúst 2020 verður frestað til sumarsins 2021 vegna Covid - faraldursins.
17.08.2020
Ásamt hefðbundinni þjónustu rafvirkja er að finna litla búð við hlið verkstæðisins þar sem ýmislegt er hægt að fá og kemur örugglega mörgum á óvart hvað úrvalið er gott.