01.10.2020
Þrátt fyrir vætu og vind má alltaf skemmta sér vel í ævintýralandinu sem skógurinn er.
30.09.2020
Eitt af verkefnum haustsins hjá nemendum í Hvolsskóla er að útbúa svokallaða bekkjarsáttmála. Þá velja nemendur í sameiningu lífsgildi sem eiga að vera leiðarljós bekkjarins í samskiptum og starfi yfir veturinn.
22.09.2020
Þann 18. september sl. hittist lítill hópur í Skógasafni en tilefnið var afhending gjafar til Skógasafns frá Skúla Jónssyni og Sjálfseignarstofnuninni um Gamla bæinn í Múlakoti.
22.09.2020
Heimsborgarinn Frímann Gunnarsson hefur síðastliðna sunnudaga verið með þætti á Rúv sem hann kallar Smáborgarasýn Frímanns Gunnarssonar. Þar leitast Frímann við að kanna hvort að einhverja menningu sé að finnast utan borgarinnar og rýnir af sinni alkunnu snilld í þjóðarsál Íslands á landsbyggðinni. Frímann hefur því ferðast um landið á húsbíl og í síðasta þætti staldraði hann við í Rangárþingi.
17.09.2020
Á sjónvarpsstöðinni Hringbraut er nú verið að sýna þáttaröðina Þórsmörk - friðland í 100 ár. Þættirnir eru tveir og tilefnið er að árið 2019 voru 100 ár síðan 40 bændur úr Fljótshlíð fóru fram á það að Skógræktin tæki að sér vörslu Þórsmerkur og girti landið af því að það væri í stórhættu vegna uppblásturs. Síðar samdi Landgræðsla ríkisins við Vestur-Eyfellinga um friðun Almenninga, Steinsholts og Stakkholts.
16.09.2020
Góður hópur kom saman af þessu merka tilefni.
15.09.2020
Á haustin smala bændur fé sínu heim og eru Eyfellingar þar engin undantekning. Þeir smala m.a. fé sínu heim af Almenningum í Þórsmörk en þangað er fénu keyrt á vorin til að eyða sumrinu í faðmi fjalla og jökla.
Um nýliðna helgi var öllu fé smalað saman af Almenningum og eftir þá smölun fara bændur ríðandi heim. Meðfylgjandi mynd nær að fanga stemminguna og fegurðina hjá smölum er þeir riðu á móti kvöldsólinni með Stóra Dímon í fjarska. Myndin var fengin hjá Guðmundi Viðarssyni bónda í Skálakoti undir Eyjafjöllum.
15.09.2020
15. september, verður fyrsta Bókakaffi vetrarins haldið en til að gæta fyllstu aðgátar og fara eftir settum reglum verður kaffið í kaffisalnum.
11.09.2020
Halldóra Guðmundsdóttir var frá unga aldri heimagangur í Múlakoti og á þessum tíma var Múlakot nokkurs konar miðstöð sveitarinnar og eftirminnilegt fyrir unga snót að upplifa stemninguna sem fylgdi fólkinu
10.09.2020
Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Unnið er heildstætt með áhrifaþætti heilbrigðis og er meginmarkmið starfsins að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa í Rangárþingi eystra.