Meiri fróðleikur um Rangárþing eystra

Allskonar fróðleikur um Rangárþing eystra

» Í Rangárþingi eystra eru 6 starfandi kvenfélög

  • Kvenfélagið Hallgerður, Fljótshlíð, stofnað 1923
  • Kvenfélagið Eining, Hvolhreppi, stofnað 1926
  • Kvenfélagið Freyja, Austur Landeyjum, stofnað 1934
  • Kvenfélagið Bergþóra,V-Landeyjum, stofnað 1935
  • Kvenfélagið Fjallkonan, Austur -Eyjafjöllum, stofnað 1939
  • Kvenfélagið Eygló, Vestur Eyjafjöllum, stofnað 1944

 

» Í Rangárþingi eystra er mikil kórahefð og starfa kórarnir flestir á sýsluvís.

  • Barnakór Hvolsskóla
  • Kvennakórinn Ljósbrá
  • Karlakór Rangæinga
  • Hringur, kór eldri borgara
  • Kammerkór Rangæing

 

» Á Hvolsvelli er bæði Frisbígolfvöllur og Heilsustígur

  • Heilsustígur: Heilsustígurinn liggur um Hvolsvöll og er um 4,2 km. að lengd. Við stíginn eru 15 stöðvar með mismunandi tækjum og æfingum. Fyrsta stöðin er við Íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli
  • Frisbígolfvöllur: Á íþróttasvæðinu á Hvolsvelli er 9 holu frisbígolfvöllur (Folf). Teigar eru bæði fyrir reynda spilara og byrjendur.