Fréttir

Seljalandsfoss með hlutverk í Star Trek Discovery

Vinsælt er að nota náttúruperlur Rangárþings eystra í ýmis afþreyingar verkefni.

Kortavefur Suðurlands - frábær vefur sem allir geta nýtt sér

Kortavefurinn er án sveitarfélaga- og sýslumarka og hefur það megin markmið að sýna kortaþekjur sem eru eins réttar og möguleiki er á með áherslu á ferðamál, skipulagsmál og auðlindir landshlutans. Vefurinn er tengdur mörgum stofnunum og eru þau gögn eign þeirra og á ábyrgð þeirra. Vefurinn er opinn öllum til gagns og gamans en vefurinn býður upp á meira en kortaþekjur, þar er einnig hægt að mæla vegalendir eða stærð svæðis og fleira, sjá tannhjólið efst í hægra horni.

Hacking Hekla er fyrsta lausnamót sem ferðast hringinn í kringum landið.

Fyrsta stopp er Suðurland en dagana 16.-18. október fer fram sunnlenskt matartengt lausnamót á netinu!

Bleikur október

Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að októbermánuður hefur verið kallaður bleikur mánuður en bleiki liturinn er tilkomin vegna átaksins Bleika slaufan. Bleika slaufan er átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Austurvegur 4 og Seljalandsfoss eru nú lýst upp í tilefni af bleikum mánuði.

Hvatning frá Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd Rangárþings eystra

hvetja íbúa Rangárþings eystra að nýta sér alla þá fjölmörgu möguleika sem í boði eru hér í sveitarfélaginu og nágrenni til útiveru annað hvort einir eða með fjölskyldu og vinum, sérstaklega eins og ástandið er í þjóðfélaginu þessa dagana.

Leikvellir á Hvolsvelli

Á Hvolsvelli eru hvorki meira né minna en 7 leikvellir ef leikvellirnir við Hvolsskóla og Leikskólann Örk eru teknir með. Á miðbæjartúninum má svo líka finna lítinn kastala og Ærslabelg þannig að yngsta kynslóðin getur skemmt sér vel.

Haustdýrðin í Tumastaða- og Tunguskógi

Þrátt fyrir vætu og vind má alltaf skemmta sér vel í ævintýralandinu sem skógurinn er.