Fréttir

"Langaði að vera fátækur listamaður og túristi í eigin landi"

Listamaðurinn Tryggvi Pétursson hefur haldið til á Hvolsvelli í sumar og stundað listsköpun sína í einum af bröggunum í miðbænum. Tryggvi gaf sveitarfélaginu tvö listaverk eftir sig þegar hann kvaddi sveitarfélagið í lok sumars.

Sannkallaður ævintýraheimur

Minningar Guðjóns Friðrikssonar um sumarheimsóknir í Múlakot fyrir hjartnær 60 árum eru skemmtileg lýsing frá sjónarhorni barnsins í þessum ævintýraheim sem Múlakot er.

Njálurefillinn á Hvolsvelli fær 25 milljóna króna styrk til að setja refilinn í varanlegt sýningarhúsnæði

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í dag að veita Rangárþingi eystra 25 milljónir af ráðstöfunarfé sínu til að koma Njálureflinum á Hvolsvelli í varanlegt sýningarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við að hanna og koma sýningunni upp sé um 50 milljónir.

Meiri fróðleikur um Rangárþing eystra

Vissuð þið að hér í Rangárþingi eystra eru 6 kvenfélög, Frisbígolfvöllur og Heilsustígur

Ljósakvöldi í Múlakoti 2020 aflýst

Fram til þessa hefur ljósakvöld verið fastur haustatburður og við höfum ekki látið smávegis vætu á okkur fá. Í fyrra flúðum við inn í matsalinn vegna rigningar en staðan í heilbrigðismálum er slík að við viljum ekki taka neina áhættu. Við sjáum ekki fram á að geta haldið 2 m fjarlægð milli samkomugesta og aflýsum því Ljósakvöldi árið 2020

Gleðistundum að Kvoslæk frestað

Gleðistundum sem fyrirhugaðar voru að Kvoslæk 22. og 29. ágúst 2020 verður frestað til sumarsins 2021 vegna Covid - faraldursins. 

Ýmislegt í boði hjá Rafverkstæði Ragnars

Ásamt hefðbundinni þjónustu rafvirkja er að finna litla búð við hlið verkstæðisins þar sem ýmislegt er hægt að fá og kemur örugglega mörgum á óvart hvað úrvalið er gott.

Fleiri fróðleiksmolar um Rangárþing eystra

Vissuð þið að það eru 6 félagsheimili í sveitarfélaginu og 1 kapella.

RURITAGE ljósmyndasamkeppninni

Viltu sýna heiminum hvað það er sem gerir svæðið innan Kötlu jarðvangs sérstakt? Ef svo er, þá er upplagt að taka þátt í RURITAGE ljósmyndasamkeppninni! Samkeppnin er einstakt tækifæri fyrir íbúa svæðisins til að draga fram þá möguleika sem eru til staðar varðandi náttúru- og menningararfleið svæðisins. Ljósmyndasamkeppnin stendur yfir frá 1. júlí til 31. október 2020 og geta bæði einstaklingar og samtök tekið þátt. Til að taka þátt þarf að senda inn ljósmynd(ir) sem teknar hafa verið innan Kötlu jarðvangs.

Nokkrir fróðleiksmolar um Rangárþing eystra

Vissuð þið að elsti íbúi sveitarfélagsins er 102 ára og nú búa 1960 einstaklingar í sveitarfélaginu