Fréttir

Útivera og hreyfing á aðventunni; skógræktarreiturinn í Múlakoti

Í sumar kom Rangárþing eystra, Skógræktinni til aðstoðar við að grisja brotin tré undanfarinna ára, koma þeim á Tumastaði í veg fyrir kurlara og síðan að gera gönguleiðir um gömlu stöðina og upp í skóginn fyrir ofan kletta. Þetta unnu síðan atvinnu aukandi hópur sveitarfélagsins, þeir námsmenn sem sóttu um vinnu í ástandinu sem var og er enn. Grafnir voru skurðir til að þurrka gönguleiðir og borið kurl í stíginn ofan og neðan kletta. Lagaðir voru bekkir og borð, málað hlið og gert við tröppur. Má segja að þessi fyrrum náttúruparadís hafi fengið smá uppreisn æru. Svæðið er í umsjón skógræktarinnar og eins og öll hennar svæði eru þau opin öllum almenningi til útivistar allan ársins hring.

Hreimur gefur út nýja sóló plötu

8 ár eru síðan Hreimur gaf síðast út plötu einn og á henni má finna lög sem Hreimur hefur verið að semja sl. ár.

Aðventan í Rangárþingi eystra

Rangárþing eystra er að safna saman upplýsingum um viðburði, verslun og þjónustu sem hægt er að nýta sér í sveitarfélaginu á aðventunni

Jólagjöfin í ár er sunnlensk upplifun

Á Suðurlandi má finna mjög fjölbreytta þjónustu og afþreyingu þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem þig langar í sæluferð með maka, ævintýraferð með vinahópnum eða skemmtilega fjölskylduferð. Á síðunni www.sudurland.is/gjafabref má finna úrval af gjafabréfum sem hægt er að kaupa hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi.

Mikil prjónamenning í Rangárþingi eystra

Anna Kristín Helgadóttir hannar og gefur út prjónabækur og Kvenfélagið Eining stendur fyrir áheitaprjóni

Seljalandsfoss með hlutverk í Star Trek Discovery

Vinsælt er að nota náttúruperlur Rangárþings eystra í ýmis afþreyingar verkefni.

Kortavefur Suðurlands - frábær vefur sem allir geta nýtt sér

Kortavefurinn er án sveitarfélaga- og sýslumarka og hefur það megin markmið að sýna kortaþekjur sem eru eins réttar og möguleiki er á með áherslu á ferðamál, skipulagsmál og auðlindir landshlutans. Vefurinn er tengdur mörgum stofnunum og eru þau gögn eign þeirra og á ábyrgð þeirra. Vefurinn er opinn öllum til gagns og gamans en vefurinn býður upp á meira en kortaþekjur, þar er einnig hægt að mæla vegalendir eða stærð svæðis og fleira, sjá tannhjólið efst í hægra horni.

Hacking Hekla er fyrsta lausnamót sem ferðast hringinn í kringum landið.

Fyrsta stopp er Suðurland en dagana 16.-18. október fer fram sunnlenskt matartengt lausnamót á netinu!

Bleikur október

Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að októbermánuður hefur verið kallaður bleikur mánuður en bleiki liturinn er tilkomin vegna átaksins Bleika slaufan. Bleika slaufan er átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Austurvegur 4 og Seljalandsfoss eru nú lýst upp í tilefni af bleikum mánuði.

Hvatning frá Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd Rangárþings eystra

hvetja íbúa Rangárþings eystra að nýta sér alla þá fjölmörgu möguleika sem í boði eru hér í sveitarfélaginu og nágrenni til útiveru annað hvort einir eða með fjölskyldu og vinum, sérstaklega eins og ástandið er í þjóðfélaginu þessa dagana.