Þann 25. júní 2020 undirritaði sveitarstjóri Rangárþings eystra samning, fyrir hönd sveitarfélagsins, við embætti landlæknis um að gerast Heilsueflandi samfélag.
Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem tekið er mið af heilsu og vellíðan allra íbúa í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Unnið er heildstætt með áhrifaþætti heilbrigðis og er meginmarkmið starfsins að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa í Rangárþingi eystra.
Ýmislegt hefur þegar verið gert í sveitarfélaginu sem fellur undir markmið Heilsueflandi samfélags eins og t.d. Heilsuverkefnið 60+, viðburðir á haustin undir merkjum Heilsueflandi hausts, gerð heilsustígs o.s.frv.
Nú hefur verið stofnaður starfshópur sem mun vinna að innleiðingu á þessu verkefni en hann skipa:
Ólafur Örn Oddsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrí og forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar, formaður.
Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi.
Guðrún Björk Benediktsdóttir, umhverfis- og garðyrkjufulltrúi.
Gyða Björgvinsdóttir, fulltrúi heilsueflandi leikskóla.
Kristrún Ósk Baldursdóttir, fulltrúi Ungmennaráðs.
Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, fulltrúi sveitarstjórnar.
Páll Eggertsson, formaður Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Svavar Hauksson, fulltrúi félags eldri borgara.
Tinna Erlingsdótir, fulltrúi heilsueflandi skóla.
Á meðfylgjandi mynd vantar þær Tinnu og Kristrúnu.
Á heimasíðu Rangárþings eystra eru upplýsingar um Heilsueflandi samfélag.