Tjaldsvæðið á Hvolsvelli verður opið til 1. nóv nk. með fyrirvara um breytingar.
Tjaldsvæðið er fyrsti afleggjari á hægri hönd þegar keyrt er inn í Hvolsvöll og komið er úr vestri ( frá RVK ) við Þjóðveg 1. Svæðið er afgirt með háum öspum og hver flöt er afstúkuð með trjám, flatirnar eru sléttar og vel þjappaðar.
Stutt er í alla þjónustu þar sem miðbær Hvolsvallar er einungis í 150 mtr. fjarlægð og á Hvolsvelli má t.d. finna Heilsustíg með 15 skemmtilegum stöðvum og Frisbígolf völl.
Lýsing á aðstöðu:
Svæðið er gamalgróið með tveimur aðstöðuhúsum. Annað er með uppvöskunaraðstöðu og salernum, ásamt einfaldri eldunaraðstöðu, hitt er með salernis og sturtuaðstöðu með aðgengi fyrir alla og skiptiaðstöðu fyrir barnafólk.
Losunarsvæði er fyrir húsbíla og hjólhýsi og rennandi vatn er á því svæði.
Svæðið er með leiktæki fyrir börn og einnig er aðstaða til þess að þurka þvott úti.
Rafmagnstenglar eru á svæðinu sem og nettenging.
Annað:
Á Hvolsvelli er stoppistöð fyrir áætlunarbíla til og frá Reykjavík, Þórsmörk, Landmannalaugum og Vestmannaeyjum. og segja má að tjaldsvæðið sé mjög miðsvæðis á Suðurlandi, því tiltölulega stutt er í fjölmarga áhugaverða staði t.d. Seljalandsfoss, Skógafoss, Þórsmörk, Landmannalaugar, Vestmannaeyjar, Vík, Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull.