Síðustu mánuðir hafa verið takmarkandi fyrir alla og mikil uppsöfnuð þörf komin hjá mörgum að merkja skemmtilega upplifun í dagatalið sitt og hafa eitthvað til að hlakka til. Markaðsstofa Suðurlands mælir með Suðrænni upplifun í jólapakkann í ár.
Á Suðurlandi má finna mjög fjölbreytta þjónustu og afþreyingu þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem þig langar í sæluferð með maka, ævintýraferð með vinahópnum eða skemmtilega fjölskylduferð. Á síðunni www.sudurland.is/gjafabref má finna úrval af gjafabréfum sem hægt er að kaupa hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi.