Eitt af verkefnum haustsins hjá nemendum í Hvolsskóla er að útbúa svokallaða bekkjarsáttmála. Þá velja nemendur í sameiningu lífsgildi sem eiga að vera leiðarljós bekkjarins í samskiptum og starfi yfir veturinn.
Dæmi um þetta má finna hjá 3. og 10. bekk.
Í 10. bekk urðu gildin gleði ást og jákvæðni fyrir valinu og eins og sjá má hafa nemendur útbúið spjald sem prýðir vegg heimastofunnar þeirra. 21 nemandi er núna í 10. bekk og umsjónarkennari er Guri Hilstad Ólason.
Í 3. bekk urðu gildin virðing, gleði og vinátta fyrir valinu og útbjuggu þau skemmtilega útfærslu á spjöldunum sínum sem hengd eru upp á vegg í stofunni þeirra. Í 3. bekk er 21 nemandi og kennarar bekkjarins eru Sigríður Vaka Jónsdóttir, Bergrún Gyða Óladóttir og Þröstur Freyr Sigfússon. Stuðningsfulltrúi er Lovísa Herborg Ragnarsdóttir.