Tjaldsvæðið á Hvolsvelli er opið til 1. nóvember nk.
08.09.2020
Afgirt og huggulegt svæði með háum öspum í kring, hver flöt er afstúkuð með trjám og flatirnar eru sléttar og vel þjappaðar. Stutt er í alla þjónustu þar sem miðbær Hvolsvallar er einungis í 150 mtr. fjarlægð og á Hvolsvelli má t.d. finna Heilsustíg með 15 skemmtilegum stöðvum og Frisbígolf völl.