Fréttir

Guðmundur og Jakob hlutu Sleipnisbikarinn fyrir stóðhestinn Skýr frá Skálakoti

Sleipnisbikarinn, heiðursverðlaun íslenskrar hrossaræktar, var afhentur þeim Guðmundi Viðarssyni og Jakobi Svavari Sigurðssyni, ræktendum stóðhestsins Skýrs frá Skálakoti, á Landssýningu kynbótahrossa sem fram fór á Gaddstaðaflötum helgina 26. - 28. júní.

Íslandsmót í flugi 2020, flughátíðin Allt sem flýgur 2020 og loftbelgur í Rangárþingi!

Þessa dagana fer fram Íslandsmótið í flugi í Rangárþingi og í kjölfarið af því hefst svo flughátíðin Allt sem flýgur 2020 þanni 10. júlí. Af því tilefni býður Flugmálafélag Íslands, í samvinnu við H2 Ballooning, uppá flug í loftbelg sem mun fljúga m.a. frá Hótel Rangá meðan á hátíðarhöldunum stendur. H2 Ballooning er þýskt fyrirtæki með áratugareynslu af loftbelgjaflugi og frá þeim verður Dominik Haggeney aðal flugmaður loftbelgsins.

Birta og Tor bjóða uppá persónulegar göngu- og kanóferðir undir Eyjafjöllum

Parið Birta Guðmundsdóttir og Tor Holmgren opnuðu í vor, nánar tiltekið í apríl, ferðaþjónustuna Outdoor Activity í kringum göngu- og kanóferðir undir Eyjafjöllum. Hugmyndina að rekstrinum fengu þau út frá kanóum sem þau fundu í fjárhúsum í nágrenninu, en kanóarnir höfðu legið þar lítið notaðir í talsverðan tíma og þeim fannst tilvalið að nýta þá í eitthvað uppbyggilegt og spennandi.

Sveitabúðin Una opnar glæsilegan grænmetismarkað og hefur sölu á kjöti beint frá býli

Á Hvolsvelli leynist Sveitabúðin Una, sveitarómantísk minjagripaverslun og markaður rekin af hjónunum Rebekku Katrínardóttur og Magnúsi Haraldssyni síðan í janúar 2018. Ásamt fallegri gjafavöru geta gestir nú nálgast ferska matvöru í Sveitabúðinni Unu, en um helgina opnuðu þau Rebekka og Magnús glæsilegan grænmetismarkað og hófu samtímis sölu á kjöti beint frá býli.

Séra Önundur grillaði fyrir vinnuskóla sveitarfélagsins í blíðunni í dag

í dag var ungmennum í vinnuskóla Rangárþing eystra boðið í grillveislu á Breiðabólstað hjá séra Önundi S. Björnssyni og Kristjönu Þráinsdóttur sambýliskonu hans. Ungmennin voru búin að hreinsa og snyrta svæðið í kringum krikjuna í blíðunni í gær og í dag. Séra Önundur er að láta af störfum en hann hefur verið prestur á Breiðabólstað í 22 ár. Hann mun ferma í lok sumars þau börn sem áttu að fermast síðast liðið vor. Í vinnuskólanum eru rúmlega 40 ungmenni og hafa þau verið duglega við að fegra sveitarfélagið síðan í byrjun júni. Flest þeirra starfa út júlí. Á myndunum er hópurinn ásamt séra Önundi og Kristjönu við Breiðabólstaðakirkju og séra Önundur að grilla fyrir hópinn.

Naflahlaupið fer fram 29. ágúst og fagnar 10 ára hlaupaafmæli í ár

Naflahlaupið fer fram laugardaginn 29. ágúst sömu helgi og Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli verður haldin. Naflahlaupið var fyrst haldið sumarið 2010. Nafnið er vísun til þess að um nafla alheimsins sé að ræða en það ár beindust allra augu að þessu svæði vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Naflahlaupið var viðleitni einstaklinga til að sýna fram á að þrátt fyrir allt væri öllu óhætt á þessu svæði, í Naflanum væri hreint og tært loft og góðar aðstæður til útivistar. Allur ágóði hlaupsins hefur runnið óskiptur til marga góða málefna. 2010 rann ágóðinn til Leikskólans Arkar. 2011 rann ágóðinn í starfsemi sjúkraflutinga á Hvolsvelli. 2012 rann ágóðinn til unglingadeildar Dagrenningar. 2013 rann ágóðinn til Grunnskólans á Hvolsvelli. 2014 rann ágóðinn til Kirkjuhvols á Hvolsvelli. 2015 rann ágóðinn til Lundar á Hellu. 2016 rann ágóðinn til unglingadeildar flugbjörgunarsveitar Hellu. 2017 rann ágóðinn til heilsugæslustöðvar Hvolsvelli til tækjakaupa. 2018 rann ágóði til fjölskyldu Kristínar Halldórsdóttur 2019 rann ágóði og skráningargjöld Naflahlaupsins til fjölskyldu Ólafar Bjarnardóttur.