Fréttir

Þula um bæina undir Eyjafjöllum fyrr á öldum

Birt á heimasíðu Eyvindarholts en birtist á prenti í Eyfellskum sögnum eftir Þórð Tómasson frá árinu 1948

Guðni Þorvaldsson gefur út sögu Raufarfells

Guðni Þorvaldsson, frá Raufarfelli, hefur nú gefið út ritið Raufarfell undir Eyjafjöllum en Guðni fékk styrk til verksins úr Menningarsjóði Rangárþings eystra árið 2019. Í ritinu fjallar Guðni um sögu staðarins, húsakosti, fólkinu, búskap, ræktun o.s.frv.

11. desember er Dagur fjallsins

Í Rangárþingi eystra má finna fjöll af ýmsum stærðum og gerðum

Útivera og hreyfing á aðventunni; skógræktarreiturinn í Múlakoti

Í sumar kom Rangárþing eystra, Skógræktinni til aðstoðar við að grisja brotin tré undanfarinna ára, koma þeim á Tumastaði í veg fyrir kurlara og síðan að gera gönguleiðir um gömlu stöðina og upp í skóginn fyrir ofan kletta. Þetta unnu síðan atvinnu aukandi hópur sveitarfélagsins, þeir námsmenn sem sóttu um vinnu í ástandinu sem var og er enn. Grafnir voru skurðir til að þurrka gönguleiðir og borið kurl í stíginn ofan og neðan kletta. Lagaðir voru bekkir og borð, málað hlið og gert við tröppur. Má segja að þessi fyrrum náttúruparadís hafi fengið smá uppreisn æru. Svæðið er í umsjón skógræktarinnar og eins og öll hennar svæði eru þau opin öllum almenningi til útivistar allan ársins hring.

Seljalandsfoss með hlutverk í Star Trek Discovery

Vinsælt er að nota náttúruperlur Rangárþings eystra í ýmis afþreyingar verkefni.

Kortavefur Suðurlands - frábær vefur sem allir geta nýtt sér

Kortavefurinn er án sveitarfélaga- og sýslumarka og hefur það megin markmið að sýna kortaþekjur sem eru eins réttar og möguleiki er á með áherslu á ferðamál, skipulagsmál og auðlindir landshlutans. Vefurinn er tengdur mörgum stofnunum og eru þau gögn eign þeirra og á ábyrgð þeirra. Vefurinn er opinn öllum til gagns og gamans en vefurinn býður upp á meira en kortaþekjur, þar er einnig hægt að mæla vegalendir eða stærð svæðis og fleira, sjá tannhjólið efst í hægra horni.

Bleikur október

Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að októbermánuður hefur verið kallaður bleikur mánuður en bleiki liturinn er tilkomin vegna átaksins Bleika slaufan. Bleika slaufan er átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Austurvegur 4 og Seljalandsfoss eru nú lýst upp í tilefni af bleikum mánuði.

Haustdýrðin í Tumastaða- og Tunguskógi

Þrátt fyrir vætu og vind má alltaf skemmta sér vel í ævintýralandinu sem skógurinn er.

Skógasafni færður garðbekkur úr reynivið frá Múlakoti

Þann 18. september sl. hittist lítill hópur í Skógasafni en tilefnið var afhending gjafar til Skógasafns frá Skúla Jónssyni og Sjálfseignarstofnuninni um Gamla bæinn í Múlakoti.

Síðasta saumsporið tekið í Njálurefilinn

Góður hópur kom saman af þessu merka tilefni.