Kortavefur Suðurlands er eign Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Vefurinn er á ábyrgð SASS og er hann aðgengilegur í gegnum heimasíðu SASS.
Kortavefurinn er án sveitarfélaga- og sýslumarka og hefur það megin markmið að sýna kortaþekjur sem eru eins réttar og möguleiki er á með áherslu á ferðamál, skipulagsmál og auðlindir landshlutans. Vefurinn er tengdur mörgum stofnunum og eru þau gögn eign þeirra og á ábyrgð þeirra.
Vinnuhópur á vegum SASS stýrir vefnum og vinnur hann eftir ákveðnu verklagi sem gerir það að verkum að vefurinn er lifandi og í stöðugri þróun. Það eru Loftmyndir ehf sem vinna með vinnuhópnum í að móta vefinn og stuðla að nýjum tengingum við stofnanir og fyrirtæki sem eiga kortagrunn sem nýtist vefnum.
Vefurinn er opinn öllum til gagns og gamans en vefurinn býður upp á meira en kortaþekjur, þar er einnig hægt að mæla vegalendir eða stærð svæðis og fleira, sjá tannhjólið efst í hægra horni.
Á Íslandi hefur ekki áður verið til rafrænn og lifandi kortavefur sem tekur yfir heilan landshluta, vefur sem er uppfærður í rauntíma og er því um ákveðna nýsköpun að ræða.
Meðal annars er hægt að sjá hjólaleiðir á kortavefnum
og einnig er hægt að fá upp færð og veður