Heimaland Vestur-Eyjafjöll

Í Rangárþingi eystra eru sex félagsheimili.

Sveitarfélagið Rangárþing eystra varð til þann 9. júní árið 2002. Þá sameinuðust sex hreppar í austanverðri Rangárvallarsýslu í eitt sveitarfélag; Hvolhreppur, Fljótshlíðarhreppur, Austur-Landeyjahreppur, Vestur-Landeyjahreppur, Austur-Eyjafjallahreppur og Vestur-Eyjafjallahreppur. Hvert þessarar sveitarfélaga átti sitt félagsheimili sem rann inn í hið nýja sveitarfélag, Rangárþing eystra.
Gera má ráð fyrir því að það sé met á landsvísu en flest sveitarfélög eiga eitt félagsheimili þó að til séu sveitarfélög sem eiga ekkert og önnur sem eiga fleiri en eitt.
Sum félagsheimila í Rangárþingi eystra hafa fengið meira hlutverk en að sinna samfélagslegum verkefnum og eru þá hlutverkin oftast tengd ferðaþjónustu á einhvern hátt. Rangárþing eystra leigir út félagsheimlin fyrir stærri viðburði eins og fyrir stórar fundi, ráðstefnur, ættarmót, jarðafarir veislur eins og fermingar og afmæli. En einnig fara þar fram samfélagslegir viðburðir eins og 17. júní hátíðarhöld og þorrablót. Oft er talað um að félagsheimilin sem hjartað í hverju samfélagi og við erum rík að eiga sex slík heimili.


Skrifstofa Rangárþings eystra gefur upplýsingar um félagsheimilin og einnig má finna upplýsingar um þau á heimasíðu sveitarfélagsins.

Skoða nánar