Félagsheimilið Goðaland í Fljótshlíð er um það bil 8 km austur af Hvolsvelli.
Goðaland er ákjósanlegur staður til veisluhalda, ættarmóta, funda, námskeiða, ráðstefnuhalds, árshátíða og annara mannfagnaða. Stóri salurinn nýtist einnig vel fyrir ýmsa íþróttaiðkun og leikfimi. Tveir búiningsklefar með sturtum og salernum, sem henta líka vel fyrir gesti á tjaldsvæðinu. Húsið er tengt ljósleiðara og þráðlaust net mögulegt fyrir gesti.
Ágætlega búið eldhús er á Goðalandi. Og mögulegat að fá stór kolagrill leigð með húsinu en panta þarf þau með fyrirvara.
Veitingasalurinn hentar vel fyrir smærri viðburði og fundi af öllum gerðum og samnýtist vel þegar um stærri veislur og viðburði er að ræða. Möguleiki á skjávarpa.
Aðalsalurinn ber stórt og gott svið með hljóðkerfi og skjávarpa og auðvelt að nýta sviðið sem sér rými t.d. í hópavinnu. Í aðalsalnum er hægt að hafa uppádekkað fyrir allt að 200 gesti svo vel sé. Aðalinngangurinn tengir þessa tvo sali fatahengi og salernis-aðstöðu auk þess útgengt í skjólgóða útiaðstöðu sem ber auðveldlega stórt samkomu tjald. Aðalinngangurinn er líka rúmgóður og gott aðgengi er fyrir hjólastóla.
Á Goðalandi er fínt tjaldsvæði sem hentar vel fyrir ættarmót, kvataferðir fyrirtækja, starfsmannafélaga og ferðaklúbba svo dæmi séu tekin.
Sagt er að útisvefn í Fljótshlíðinni fylli fólk lífsþrótti og kjarki. Sem er líkleg skýring á atgervi Fljótshlíðinga hvort sem er líkamlegt eða andlegt á öllum tímum Íslands-sögunnar.
Húsið var vígt árið 2002. Eigendur hússins eru Sveitarfélagið Rangárþing eystra, Kvenfélagið Hallgerður, Búnaðarfélag Fljótshlíðar og Ungmennafélagið Þórsmörk.
Skrifstofa Rangárþings eystra gefur upplýsingar um félagsheimilin og einnig má finna upplýsingar um þau á heimasíðu sveitarfélagsins.
Verið velkomin á Goðaland.