Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn halda huggulega tónleika á Midgard Base Camp á Hvolsvelli 13. júní.
Tónleikarnir eru partur af tónleikaferð þeirra félaga um landið: Valdimar og Örn: Frá Keflavík að Tjörn.
Tónlistarmennirnir Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn leggja land undir fór í júní þar sem þeir munu heimsækja vel valda staði í öllum landshlutum.
Dagskráin samanstendur af ljúfum tónum úr öllum áttum, þeirra uppáhalds lög í bland við aðrar tónlistarperlur og einnig þeirra eigin lög.
Það má með sanni segja að drengirnir hafi hreina unun af því að koma fram saman og þeir hafa ávallt fengið einróma lof fyrir tónleika sína undanfarin ár.
Styrktaraðilar eru Blue Car Rental, Origo, Luxor, Tuborg Classic og Johnnie Walker.