Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti í vor að bregðast við því ástandi sem Covid -19 hefur á ferðaþjónstugreinina í sveitarfélaginu með því að hrinda í framkvæmd ferðamálstefnu sveitarfélagsins af miklum krafti. Sérstök áhersla er lögð á tvo þætti stefnunar þ.e. aðgengi, fegrun og fjölgun áfangastaða og markaðs- og kynningarvinna fyrir greinina. Í sveitarfélaginu eru gríðarlega margir og fjölbreyttir áfangastaðir allt frá svartri fjöru í Landeyjum að jöklum, fossum, hellum og Suðurhálendinu. Auk þess er einnn merkasti menningararfur landsins að finna á Byggðasafninu á Skógum, en þar er auk byggðasafnsins, húsa- og samgöngusafn.
Rangárþing eystra er gullnáma fyrir náttúru unnendur og viljum við með nýrri heimasíðu ( https://www.visithvolsvollur.is/) draga fram það helsta sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Í sveitarfélaginu er mikill fjöldi af ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða nú upp á skemmtileg tilboð í afþreyingu, gistingu og mat, auk þess sem sum þeirra hafa sérsniðið tilboð og þjónustu fyrir Íslendinga. Á síðunni er mikið magn af upplýsingum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Visithvolsvollur.is, nýja heimasíða fyrir ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra, var opnuð formlega á fundi sveitarstjórnar í gær þann 15. júní 2020.