Sigrún Jónsdóttir, Ásvelli í Fljótshlíð, er fædd árið 1970. Hún er frá Lambey, dóttir hjónanna Jóns "Jónda" Kristinssonar og Ragnhildar Sveinbjarnardóttur. Sigrún á því ekki langt að sækja listina. Sigrún var valin sveitalistamaður Rangárþings eystra árið 2014 og var það í fyrsta sinn sem sú viðurkenning var veitt. Sigrún hefur meðal annars haldið námskeið, sett upp sýningar, myndskreytt og gert sviðsmyndir fyrir leiksýningar. Nú hefur hún opnað heimasíðu um verk sín þar sem hægt er að kaupa bæði málverk og tækifæriskort.
Sunnudaginn 19. júlí nk. mun Sigrún opna vinnustofu sína að Ásvöllum í Fljótshlíð milli klukkan 14 - 18 og gefst þar gott tækifæri til að skoða verk Sigrúnar.