Eins og segir í byrjun greinarinnar þá er Eyvindarholt, undir Eyjafjöllum, vel í sveit sett þegar kemur að fuglaskoðun og mörg gjöful fuglaskoðunarsvæði í nágrenninu. Það er sama hvort um er að ræða sumar eða vetur, alltaf nóg um að vera í fuglalífinu. Í greininni er líkað fjallað um þá þjóðtrú er tengist fuglum og þar má fyrst nefna sögur og trú tengda hrafninum sem er daglegur gestur í Eyvindarholti.