Björn og Rut á Kvoslæk hljóta afreksbikar Fljótshlíðinga árið 2020


Björn Bjarnasson og Rut Ingólfsdóttir á Kvoslæk í Fljótshlíð voru verðlaunuð á 17. júní hátíðarhöldunum í Goðalandi fyrir framlag þeirra til menningarmála. Þau tóku við afreksbikar Búnaðafélags Fljótshlíðar fyrir árið 2020. Þau hafa staðið fyrir fjölda menningarviðburða á Kvoslæk síðast liðin ár og auðgað líf íbúa og gesta með fróðlegum erindum og listviðburðum.
Næsti viðburður í Hlöðunni á Kvoslæk verður 21. júní, en þá flytja systurnar Signý og Þóra Fríða Sæmundsdætur íslensk og erlend lög m.a. eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Bjálmholti í Rangárvallasýslu.