Það er róandi og skemmtilegt að horfa á smáfugla þyrpast saman í garðinum þegar búið er að gefa þeim smá brauð eða fuglafóður. Þá hoppa þeir saman og keppast um hvern matarbitann en það er líka tilvalið að fara í myndastyttuleik þegar fylgst er með fuglunum því þeir eru afar varir um sig og fljúga upp við hverja hreyfingu innandyra sem utan.
Þegar það er kalt úti og sérstaklega þegar það snjóar þá er gott að muna eftir þessum litlu vinum.
Hér er grein á Vísindavefnum um hvað skuli gefa smáfuglum að borða.