Anton Kári Halldórsson, eða Kári eins og hann er oftast kallaður, oddviti Rangárþings eystra er margt til lista lagt. Hvort sem það er að stýra sveitarfélaginu okkar eða sinna smíðavinnu þá gerir hann það vel. Það hefur greinilega verið tekið eftir því enda er Kári núna tilnefndur sem Iðnaðarmaður ársins á Vísi. Iðnaðarmaður ársins hefur verið kosinn síðan 2015 og nú gæti Kári hreppt titilinn.
Meðmælabréf Kára hljómar svona: Anton Kári Halldórsson stóð upp frá skrifstofustólnum (sveitastjórastólnum), dustaði rykið af hamrinum og fór í byggingavinnu.
Hægt er að kjósa Iðnaðarmann Íslands 2020 hér.