Nú nálgast jólin óðfluga og hluti af undirbúningnum er jú jólahreingerningin.
Margir þekkja það að fá þá flugu í höfuðið að taka allt í gegn fyrir jólin og enda svo uppi á skápum, undir sófum, flæktir í ryksugusnúruna og blautir upp fyrir haus eftir að hafa dottið um skúringarfötuna. En svo er auðvitað hægt að gera jólaþrifin saman, deila með sér verkefnum og ekki að setja of mikla pressu á sig því jólin koma jú sannarlega hvort sem að allt er spikk og span eða það finnast eitt eða tvö rykkorn.
Gott er að setja jafnvel skemmtilega jólatónlist á fóninn meðan tekið er til því það léttir bæði verkin og lundina.