Margir tengja það við jólin að borða góðan mat marga daga í röð og það er jú einn af skemmtilegri samverutímum fjölskyldunnar að borða góðan mat saman.
Í kvöld gæti verið gaman að koma saman í eldhúsinu, fara yfir hvernig jólamatseðillinn lítur út og hver á að fá hvaða verkefni í undirbúning fyrir matseldina. Þannig er hægt að skapa góða hefð fyrir samveru meðan jólamaturinn er eldaður.
Nú fyrst að fjölskyldan er yfirhöfuð mætt í eldhúsið þá er tilvalið að útbúa saman kvöldverðinn og það geta allir hjálpað til, hvort sem verið er að elda fisk, kjöt, grænmetisrétt eða vegan máltíð. Samveran er jú lykilatriðið.