Efra-Hvolshellar. Þrír manngerðir hellar sem grafnir eru í gróft þursaberg.
Gluggafoss. 40 metra hár foss í Fljótshlíðinni. Fallegt og skemmtilegt umhverfi.
Írárfoss. Írárfoss er í Írá sem á upptök sín í Eyjafjallajökli. Fossinn er skammt frá bænum Ysta Skála, um 30 km frá Hvolsvelli. Beygt er af Þjóðvegi 1 inn á Skálaveg (246) og blasir fossinn við veginum.
Gljúfrabúi/Gljúfurárfoss. Fallegur foss 600 metra norður af Seljalandsfossi.
Þorsteinslundur. Geggjað svæði í Fljótshlíðinni og tilvalið til útivistar.
Nauthúsagil. Ganga fyrir alla inn í stórglæsilegt gil. Hér gætu tær blotnað.
Hvolsfjall. Hvolsfjall er 127 metra hátt fjall við Hvolsvöll og er auðvelt uppgöngu og hentar því vel fjölskyldufólki. Gegnið er frá Stórólfshvolskirkju inn eftir fjallinu eftir göngustíg.
Stóra Dímon. Skemmtileg ganga frá jafnsléttu á verulega fallegt útsýnisfjall sem hentar vel fjölskyldufólki.
Tumastaðaskógur. Fjölskylduvæn skógarganga sem hægt er að eyða góðum tíma í.