Efri-Hvolshellar

Efra-Hvolshellarnir eru þrír, tveir samliggjandi og einn stakur sem er talinn næst lengsti manngerði hellir á landinu, nálægt 45 metra langur. Ekki hefur þó verið hægt að komast inn í nema einn þriðja af honum því fyrir um 90 árum hrundi loftopið saman og mold fyllti göngin. Ekki er talin nein hætta á frekara hruni.Fyrir um 10 árum var unnuð að því að moka út því sem hafði runnið inn í hellana. Einnig var lagður stígur að þeim og gert bílaplan og sett upp merkingar. Uppi hafa verið ýmsar tilgátur um langa hellinn. Hann er ekki ósvipaður öðrum hellum fyrstu 30 metrana eða svo en þar breikkar hann og myndar nokkurs konar stofu með loftopi upp sem hefur hrunið. Inn af þessu rými koma síðan löng göng um tveggja metra breið. Ekki er vitað í hvaða tilgangi þau hafa verið gerð. Ef hins vegar er farið út og upp fyrir bakkann þessa 50 metra sem hellirinn nær eru þar greinilegar rústir tveggja langskála sem hefur ekki verið veitt mikil athygli. Því er uppi sú tilgáta að göngin hafi á