Þó svo það rigni heldur mikið þessa dagana þá er vel hægt að stunda skemmtilega útivist fyrir alla fjölskylduna. Ævintýraveröldin í Tumastaða- og Tunguskógi er einstaklega góður staður þar sem öll fjölskyldan getur fundið sér eitthvað til dundurs. Göngustígarnir í skóginum eru auðfarnir og búið er að setja upp lítil fróðleiksskilti á stöku stað til upplýsinga um m.a. uppbyggingu skógarins, hlaðna túngarða og umgengisreglur í skóginum.
Við bílastæði 3 má svo finna bekki og borð, hlaðið eldstæði og salernisaðstöðu. Ef gengið er örstutt lengra inn í skóginn þaðan þá má finna rólu og trjáhljóðfæri sem vekja mikla kátínu hjá yngstu kynslóðinni.
Umgengnisreglur fyrir göngustígana í Tumastaða- og Tunguskóg