Guðni Þorvaldsson, frá Raufarfelli, hefur nú gefið út ritið Raufarfell undir Eyjafjöllum en Guðni fékk styrk til verksins úr Menningarsjóði Rangárþings eystra árið 2019. Ritið er hluti af ritröð Landbúnaðarháskóla Íslands.
Í ritinu fjallar Guðni um sögu staðarins, húsakosti, fólkinu, búskap, ræktun o.s.frv. Guðni er öllum hnútum kunnugur á Raufarfelli enda ólst hann þar upp. Ritið er opið öllum til aflestrar og útprentunar og á erindi við okkur öll enda segir Guðni í inngangi verksins "Þó svo að ritið fjalli að mestu um Raufarfell þá er þessi bær hluti af sveit með mörgum bæjum sem mynda samfélag. Sveitin er svo lítill hluti Íslands og tengist öðrum hlutum landsins á ýmsan hátt. Sögu þessa bæjar verður því að skoða í ljósi þjóðarsögunnar og er því oft fjallað um hlutina í víðara samhengi en bara því sem snertir þennan bæ."