Helgina 11. - 13. júní er sannkölluð tónlistarhelgi í Rangárþingi eystra.
Fiðlufjör verður haldið í 5. sinn þessa helgi og er námskeiðið fullsetið og því von á stórum hóp foreldra og barna þeirra. Hægt verður að koma og hlusta á síðdegistónleika á laugardeginum kl. 17:00 og svo verða lokatónleikar Fiðlufjörs í beinu streymi á Facebook á sunnudag kl. 14:30. Allar nánari upplýsingar má finna á facebook síðu Fiðlufjörs.
Í Midgard Base Camp verða tvennir tónleikar um helgina. Árni Þór Guðjónsson heldur sína tónleika á laugardagskvöldið kl. 20:00 og Valdimar og Örn Eldjárn koma á sunnudagskvöldið kl. 21:00 með sína tónleika. Allar nánari upplýsingar má finna á facebook síðu Midgard Base Camp.
Það er opið alla helgina í Sveitabúðinni Unu. Nýupptekið og brakandi ferskt grænmeti mætir á grænmetismarkað Unu kl. 12 á föstudaginn og er markaðurinn opinn fram á mánudag.
Það er líka opið í Valdísi alla helgina þar sem gestir geta fengið sér ís, belgíska vöfflu og kaffisopa.
Íþróttamiðstöðin er opin laugardag og sunnudag kl. 10-19 og í Rangárþingi eystra eru ýmsir möguleikar á margvíslegri útivist við allra hæfi.