Skemmtilegt viðtal við Ómar Úlf Eyþórsson Hvolsvelling og útvarpsmann. Hann ólst upp á Hvolsvelli og býr í dag í Kópavogi, en ræturnar toga hann heim og í dag á hann einnig hús á Hvolsvelli og er þar eins mikið og hann getur. Ómar er duglegur að njóta náttúrunnar sem er allt í kring og segir hann hér frá skemmtilegum bernskuminningum og góðum hugmyndum fyrir ferðalanga sem heimsækja Rangárþing eystra og Hvolsvöll.
Á myndinni er Ómar í Nauthúsagili á leiðinni úr Þórsmörk