Ferðafélag Íslands hefur tekið í notkun nýja göngubrú yfir Krossá. Göngubrúin er 25 metra löng og á hjólum.
Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála, segir að brúin sé kranabóma og smíðuð á vörubílahásingar svo hægt sé að færa hana eftir þörfum þar sem Krossá er breytileg. Hann bendir fólki á að nú geti gestir sem ekki treystu sér á bílum yfir Krossá lagt bílunum við Álfakirkju og farið fótgangandi yfir í Langadal.