Jólatónlistin ómar og flestir eiga uppáhalds jólalag sem er ómissandi í desember. Sérstakar jólaauglýsingar eiga líka stað í hjörtum margra og hver man ekki eftir vaggandi ungmennum að syngja "I like to teach the world to sing ..."
Árið 2015 fékk Rás 2 fjölda sérfræðinga úr tónlistarheiminum til að velja uppáhalds jólalögin sín og hér má sjá þau 10 lög sem voru á toppnum:
10. Þrjú á palli - Gilsbakkaþula
9. Þú og Ég - Hátíðarskap
8. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Nú mega jólin koma fyrir mér
7. Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason - Jólin Alls staðar
6. Pálmi Gunnarsson - Gleði og friðarjól
5. Ingibjörg Þorbergs – Hin fyrstu jól
4. Björgvin Halldórsson og Ruth Reginalds – Þú komst með jólin til mín
3. Ragnar Bjarnason – Er líða fer að jólum
2. Björk Guðmundsdóttir – Jólakötturinn
1. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían – Það snjóar